Velkomin á vef Veiðisvæði Hólsá - Þverá - vatnamót Ytri- og Eystri Rangár.

Fjórar góðar ástæður...

Veiðisvæðið


Afar fjölbreytt veiðisvæði sem nær frá ármótum Eystri Rangár og Ytri Rangár og niður í ós. Svæðið hentar vel fyrir bæði einhendu og tvíhendu auk þess sem allt agn er leyfilegt á svæðinu. Allur lax sem gengur í Rangárnar fer um þetta svæði og ósasvæðið er ríkt af sjóbirtingi. Veiðistaðir eru vel aðgengilegir, vel merktir og gott yfirlitskort fylgir svæðinu... Skoða nánar

Gæsaveiði


Á svæðinu er eitt mesta magn af gæs á landinu og einnig má veiða önd. Gæsatímabilið hefst formlega 26 ágúst en skipulögð veiði á svæðinu hefst ekki fyrr en í lok almenns laxveiðitímabils. Nánari upplýsingar um veiði á svæðinu er einungis veittar í síma þangar til veiðin hefur verið skipulögð frekar... Skoða nánar

Veiðihúsið


Glæsilegt nýtt veiðihús er staðsett við Ármót. Húsið er búið sex tveggja manna herbergjum með sér salerni og baði. Í húsinu er stórt sameiginlegt rými með útsýni yfir veiðisvæðið, góðu fullbúnu eldhúsi og þvottavél og þurrkara. Verið er að koma fyrir heitum potti og sérstakri aðstöðu til að ganga sem best frá afla... Skoða nánar

Staðsetning


Svæðið hefur verið mjög gjöfullt bæði á lax og sjóbirting á liðnum árum. Nýtt veiðihús er á svæðinu, ekið er sem leið liggur um frá Reykjavík um suðurland á þjóðveg 1 austur fyrir Hvolsvöll um 3 km. austan Hvolsvallar er beigt til hægri og ekið ca. 9 km. sunnan við Þverá að veiðihúsinu sem er skammt vestan hestabúgarðsins Ármóta... Skoða nánar